Árgangaganga í beinni útsendingu
Víkurfréttir verða með beina útsendingu frá árgangagöngu Ljósanætur á morgun, laugardag. Útsendingin verður hér á fésbókarsíðu Víkurfrétta.
Nú er ráð að lesendur láti sitt fólk sem kemst ekki í gönguna vita af útsendingunni, þannig að þeir sem ekki hafa sett „like“ á fésbókarsíðu Víkurfrétta verði búnir að því áður en gangan og útsending hefst og fái þannig tilkynningu þegar útsendingin byrjar.
Við gerum ráð fyir að hefja útsendingu rúmlega eitt á morgun, laugardag.