Árekstur við Hafnaveg
- Annar ökumaðurinn slasaðist talsvert
Vöruflutningabifreið og fólksbifreið lentu saman á gatnamótum Reykjanesbrauar og Hafnavegar síðasta föstudag. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að fólksbifreiðinni var ekið í veg fyrir vöruflutningabifreiðina. Fólksbifreiðin var að taka beygju af Reykjanesbraut inn á Hafnaveg er hún ók í veg fyrir vöruflutningabifreiðina sem var að koma frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar áleiðis til Reykjavíkur.
Þegar slysið varð var mikil hálka og sömuleiðis mikil umferð. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og slasaðist sá sem ók fólksbifreiðinni talsvert en ekki þó lífshættulega.