Fréttir

Árekstur vegna hunds
Föstudagur 12. október 2018 kl. 12:45

Árekstur vegna hunds

Ekið var aftan á bifreið ökumanns í Keflavík í vikunni, en hann hafði stoppað af því að hundur hljóp yfir veginn. Ökumaðurinn var með verk í baki eftir óhappið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 
Annar ökumaður sem virti ekki stöðvunarskyldu á Sólvallagötu/ Skólavegi í Keflavík ók inn í hliðina á bifreið sem kom aðvífandi. Ökumaður þeirrar bifreiðar kenndi eymsla eftir áreksturinn og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS. Hann var með útrunnin ökuréttindi.
 
Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og fleiri brot í umferðinni.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024