Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 15:05
Árekstur tveggja báta í Grindavíkurhöfn
Árekstur varð milli tveggja báta í höfninni í Grindavík sl. föstudagsmorgun. Atvikið var tilkynnt lögreglu um kl. 10 en það hafði orðið fyrr um morguninn. Við áreksturinn kom gat á annan bátinn og varð hann svo mikill að hífa varð bátinn upp á bryggju. Engin meiðsl urðu á mönnum við óhappið.