Árekstur í Kúagerði
				
				
Árekstur varð í Kúagerði á Reykjanesbraut á tólfta tímanum í gærkvöldi og hafnaði annar bíllinn utan vegar við atvikið, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Farþegi í öðrum bílnum kenndi sér eymsla í baki og var fluttur á slysadeild til skoðunar, en að öðru leyti slasaðist enginn. Mjög slæmt veður var þegar áreksturinn varð, hríð og hálka á veginum. Morgunblaðið greindi frá.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				