Árekstur af völdum lyfja?
Umferðaróhapp varð við þrengingar á gatnamótum Reykjanesbrauta og Grindavíkurvegar síðdegis í dag. Tvær bifreiðir rákust þar saman en engan sakaði í slysinu. Annar bílstjórinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja.
Þá lýsir Lögreglan á Suðurnesjum eftir dökkgrárri Toyota Land Cruiser 120 með skráningarnúmerið UY575. Um er að ræða bílaleigubifreið, árgerð 2007, sem talið er að hafi verið tekin ófrjálsri hendi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun janúar.
Frá slysstað í dag - VF-mynd/Þorgils