Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árekstur á Reykjanesbraut
Föstudagur 24. júní 2005 kl. 17:23

Árekstur á Reykjanesbraut

Tvær bifreiðar skullu saman á Reykjanesbrautinni nú fyrir skömmu en enginn slasaðist. Áreksturinn varð við ytri enda tvöföldunar Reykjanesbrautar en tvennt var í hvorum bílnum. Bifreiðarnar skullu saman þegar önnur bifreiðin ætlaði að skipta um akrein. Mikil mildi er að ekki fór verr því báðar bifreiðarnar enduðu á tengingunni á milli akreinanna. Litlu munaði að önnur bifreiðin hafnaði á umferð úr gangstæðri átt.

Myndin: Báðar bifreiðarnar höfnuðu utan vegar / Atli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024