Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árekstur á nýju hringtorgi
Fimmtudagur 14. september 2006 kl. 09:33

Árekstur á nýju hringtorgi

Árekstur varð í gærkvöld á nýja hringtorginu á mótum Njarðarbrautar, Bolafótar og Sjávargötu. Ökumaður annars bílsins hlaut meiðsl á hendi og hnakka og var flutt á sjúkrahús. Kranabifreið þurfti til að flytja annan bílinn af staðnum.
Nokkuð hefur borið á því að ökumenn aki beint yfir hringtorgið í stað þess að aka inn í hringinn eins og ætlast er til þar sem þetta er jú hringtorg. Skapar þetta háttarlag talsverða slysahættu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024