Mánudagur 27. desember 2004 kl. 16:06
Árekstrar með stuttu millibili á sama stað
Harður árekstur var á Reykjanesbraut þegar tvær bifreiðar skullu á ljósastaura við Byko húsið í dag. Árekstrarnir voru með stuttu millibili og lentu á ljósastaurum hlið við hlið.
Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með kranabíl.
VF-mynd: Atli Már