Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árekstrar, fíkniefni og ölvunarakstur í dagbók lögreglu
Laugardagur 28. maí 2005 kl. 10:22

Árekstrar, fíkniefni og ölvunarakstur í dagbók lögreglu

Fjórir árekstrar voru tilkynntir til Lögreglunnar í Keflavík í gærdag. Í tveimur af þeim tilvikum aðstoðaði lögreglan við útfyllingu á tjónaformi. Einnig varð eitt umferðaróhapp í Njarðvík er bifreið var ekið ofan í holu sem var í akbrautinni.

Um kvöldmatarleytið í gær var síðan tilkynnt um að eldur hafi komið upp í feiti á gaseldavél í íbúðarhúsi í Grindavík. Húsráðandi náði að slökkva eldinn með handslökkvitæki en minniháttar skemmdir urðu á eldhúsinnréttingu.

Í gær var óskað eftir lögreglu að veitingastað í Reykjanesbæ en þar hafði maður dottið í stiga. Aðilinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og í framhaldi af því fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til frekari rannsóknar.

Einn ökumaður var í gær kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbæbraut þar sem hann ók á 113 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km/klst.

Í nótt hafði Lögreglan í Keflavík afskipti af tveimur ungum stúlkum sem voru úti eftir að útivistartíma lauk. Einnig var ungur maður handtekinn en við leit á honum fundust meint fíkniefni, tvær E pillur og tóbaksblandað hass. Aðilinn gekkst við að eiga þessa hluti og telst málið upplýst.

Einn ökumaður var tekinn vegna gruns um ölvunarakstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024