Árásarmaður í farbanni
Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað pólskan karlmann í farbann til 21. desember. Hann er grunaður um að hafa skorið félaga sinn með brotinni flösku í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Gert var að sárum félagans á sjúkrahúsi.
Lögreglan segir að árásin jaðri við tilraun til manndráps en litlu hafi mátt muna að flaskan skæri hálsslagæð. Mennirnir sátu að sumbli og kom til deilna með þeim. Tveir voru handteknir en hefur báðum verið sleppt.
www.ruv.is greinir frá.