Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árásargjarn hákarl í höfninni í Garði - myndir
Mánudagur 17. september 2012 kl. 14:52

Árásargjarn hákarl í höfninni í Garði - myndir

Árásargjarn hákarl sýndi köfurum mikinn áhuga við höfnina í Garði nú í hádeginu. Hákarlinn synti ítrekað í áttina að köfurum sem voru í höfninni.

Engin hætta var á ferðum, enda hákarlinn fjarstýrður og fer líklega með hlutverk í kvikmynd Ben Stiller, The Secret Life of Walter Mitty.

Höfnin í Garði verður notuð til að taka upp stórar senur í myndinni en undirbúningur fyrir tökurnar stendur nú yfir í Garði. Sett hefur verið upp flotbryggja við Gerðahöfn og þar var verið að prófa hákarlinn góða nú áðan.

Höfnin í Garði er vinsæl til kvikmyndagerðar. Nú er t.a.m. verið að frumsýna í bíó kvikmyndina Djúpið eftir Baltasar Kormák. Í þeirri kvikmynd eru mörg atriði sem eru tekin við höfnina í Garði og einnig í Helguvíkurhöfn. Þau atriði myndarinnar hafa fengið góða dóma kvikmyndagagnrýnenda sem segja atriðin jafnast á við það besta sem James Cameron gerði í Titanic og hlaut Óskarsverðlaun fyrir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Gerðahöfn nú í hádeginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024