Árás gerð á netkönnun Víkurfrétta
Tölvuþrjótar gerðu í kvöld árás á þann hluta Víkurfrétta á Netinu sem gerir viðhorfskannanir. Árásin fólst í því að ein og sama tölvan (IP talan) var notuð til að greiða ítrekað atkvæði í viðhorfskönnun þar sem spurt var:
„Hvað finnst þér um ákvörðun valnefndar um ráðningu nýs sóknarprests í Keflavík?“
Svarmöguleikar voru þrír, Sátt/ur, Ósátt/ur og Hlutlaus.
Á um klukkustund í kvöld voru greidd óeðlilega mörg atkvæði í könnuninni. Víkurfréttir hafa gott eftirlit með vefnum. Bæði í vefumsjónarkerfinu sjálfu og eins í gegnum samræmda vefmælingu Modernus.
Á venjulegu kvöldi eru að jafnaði 200 tölvur að tengjast vf.is á hverri klukkustund. Í kvöld var engin undantekning á því. Á sama tíma voru hins vegar greidd um 1200 atkvæði í viðhorfskönnuninni, sem þýðir að hver tölva hefði þurft að greiða 6 atkvæði. Þá voru greidd um 300 atkvæði síðustu 10 mínúturnar áður en lokað var fyrir könnunina. 99% greiddra atkvæða síðustu klukkustundina áður en könnuninni var lokað voru greidd: „Sátt/ur“
Þegar kannanir á netinu eru „opnar“ án sérstakrar innskáningar er sá hængur á að einfalt er að fara á bakvið kerfið og „eyða kökum“ í vafra viðkomandi tölvu og kjósa þannig ítrekað. Það var augljóslega gert í kvöld og óeðlileg áhrif höfð á könnun um viðkvæmt mál í bæjarfélaginu.
Það er með öllu óskiljanlegt hvaða tilgangi það þjónar að hafa óeðlileg áhrif á viðhorfskannanir og skekkja þannig þá mynd sem kannir sem þessar eiga að gefa.
Víkurfréttir munu láta rekja slóð þeirrar tölvu sem notuð var við árásina í kvöld.
„Hvað finnst þér um ákvörðun valnefndar um ráðningu nýs sóknarprests í Keflavík?“
Svarmöguleikar voru þrír, Sátt/ur, Ósátt/ur og Hlutlaus.
Á um klukkustund í kvöld voru greidd óeðlilega mörg atkvæði í könnuninni. Víkurfréttir hafa gott eftirlit með vefnum. Bæði í vefumsjónarkerfinu sjálfu og eins í gegnum samræmda vefmælingu Modernus.
Á venjulegu kvöldi eru að jafnaði 200 tölvur að tengjast vf.is á hverri klukkustund. Í kvöld var engin undantekning á því. Á sama tíma voru hins vegar greidd um 1200 atkvæði í viðhorfskönnuninni, sem þýðir að hver tölva hefði þurft að greiða 6 atkvæði. Þá voru greidd um 300 atkvæði síðustu 10 mínúturnar áður en lokað var fyrir könnunina. 99% greiddra atkvæða síðustu klukkustundina áður en könnuninni var lokað voru greidd: „Sátt/ur“
Þegar kannanir á netinu eru „opnar“ án sérstakrar innskáningar er sá hængur á að einfalt er að fara á bakvið kerfið og „eyða kökum“ í vafra viðkomandi tölvu og kjósa þannig ítrekað. Það var augljóslega gert í kvöld og óeðlileg áhrif höfð á könnun um viðkvæmt mál í bæjarfélaginu.
Það er með öllu óskiljanlegt hvaða tilgangi það þjónar að hafa óeðlileg áhrif á viðhorfskannanir og skekkja þannig þá mynd sem kannir sem þessar eiga að gefa.
Víkurfréttir munu láta rekja slóð þeirrar tölvu sem notuð var við árásina í kvöld.