Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árangursríkar húsleitir hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 11. september 2008 kl. 17:10

Árangursríkar húsleitir hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ




Um kl. 07:30 í morgun fóru lögreglumenn frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og frá Ríkislögreglustjóra í húsleitir á 7 dvalarstaði hælisleitenda í Reykjanesbæ. Voru húsleitirnar sameiginlegt verkefni lögregluembættanna þriggja auk Útlendingastofnunar og hafði verið vandlega undirbúnar og framkvæmdar á grundvelli fyrirliggjandi dómsúrskurða frá Héraðsdómi Reykjaness.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Meginmarkmið húsleitanna var að leita persónuskilríkja og annarra gagna til að bera kennsl á hælisleitendur en lögregla hefur rökstuddan grun um að hælisleitendur komi slíkum gögnum undan og framvísi þeim ekki við yfirvöld meðan á hælismeðferð stendur.




Í húsleitunum haldlagði lögreglan vegabréf, önnur persónuskilríki, ýmis skjöl og reiðufé í ýmsum gjaldmiðli að andvirði rúmlega 1,6 milljóna króna. 


Húsleitirnar voru mjög árangursríkar og gekk framkvæmd þeirra vel í alla staði. Þau gögn sem lögregla haldlagði munu gera Útlendingastofnun kleift að hraða úrlausn fjölda þeirra mála sem stofnunin hefur til meðferðar og taka ákvarðanir á réttum forsendum. Verulegur fjárhagslegur ávinningur er af því að hraða meðferð hælismála hjá Útlendingastofnun.


Húsleitum lögreglu lauk um kl. 09:15.


Um mjög viðamikið verkefni var að ræða og tóku 58 lögreglumann þátt í því frá embættunum þremur.

(Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson)