Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 24. febrúar 2002 kl. 21:44

Árangurslaus leit í dag

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu í allan dag að Snorra Norðfjörð Haraldssyni sem er saknað eftir að Bjarmi VE fórst í gær á leið sinni frá Vestmannaeyjum til Grindavíkur.Um 40 björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag allt frá Herdísarvík austur að Jökulsá á Sólheimasandi. Þeir óku fjörur á jeppum og fjórhjólum. Aðstæður til leitar voru góðar, norðaustan vindur og úrkomu laust. Leit var hætt um fimmleytið. Leit verður haldið áfram á morgun.

Myndin af Bjarma VE er birt með góðfúslegu leyfi Skerplu.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024