Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árangur af náms- og starfendurhæfingu Hringsjár
Þriðjudagur 5. janúar 2010 kl. 11:54

Árangur af náms- og starfendurhæfingu Hringsjár

Meðfylgjandi mynd sýnir 11 af þeim 14 nemendum sem útskrifuðust frá Hringsjá – náms- og starfsendurhæfingu þann 17. desember 2009 sl. Athöfnin fór fram í húsnæði skólans að Hátúni 10d í Reykjavík. Þeir nemendur sem útskrifaðir voru að þessu sinni eru nær allir skráðir í framhaldsnám eða hafa tryggt sér atvinnu á almennum markaði. Útskriftarnemendur að þessu sinni koma frá eftirfarandi sveitarfélögum: Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Sandgerði og Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilgangur Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði.


Hringsjá hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er reking á grundvelli laga um vinnumarkaðsaðgerðir, almannatryggingar og málefni fatlaðra. Öryrkjabandalags Íslands ber ábyrgð á rekstrinum. Umsóknum um nám í Hringsjá fjölgar stöðugt, og einungis er hægt að verða við um 20% þeirra.
Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða fullu einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. Námið miðast við að:


• - leggja eða endurnýja almennan þekkingargrunn einstaklinga
• -undirbúa einstaklinga fyrir almenn skrifstofu- og þjónustustörf.
• - efla persónulega færni einstaklinga.
• -efla félagslega færni einstaklinga
• -auka samfélagslega þátttöku einstaklinga.
• -auka lífsgæði einstaklinga og fjölskyldna þeirra.

Segja má að Hringsjá sé frumkvöðull á sviði nútíma náms- og starfsendurhæfingar. Rannsóknir sýna að árangur af náms og starfsendurhæfingu Hringsjár er afar góður og viðhorf brautskráðra nemenda jákvætt. Frá upphafi hafa alls 399 nemendur verið útskrifaður eftir fullt nám, en mun fleiri hafa lokið námskeiðum eða hluta af námi. Hringsjá náms- og starfsendurhæfing er staðsett í Hátúni 10d, 105 Reykjavík.

Myndataka: Jóhannes Long