Fréttir

Áramótabrennan og flugeldasýningin verði í Garði
Mánudagur 29. október 2018 kl. 11:07

Áramótabrennan og flugeldasýningin verði í Garði

Lagt er til að björgunarsveitirnar Sigurvon og Ægir verði fengnar til að sjá saman um brennu og flugeldasyningu. Ráðið leggur til að brennan og flugeldasýningin fari að þessu sinni fram í Garði á sama stað og undanfarin ár þar sem staðsetning og aðstæður eru með besta móti fyrir brennu.
 
Þetta er niðurstaða fundar ferða-, safna- og menningarráðs sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Það er svo bæjarstjórnar að ákveða hvort þetta verður niðurstaðan en áramótabrennur og flugeldasýningar hafa verið í bæði Garði og Sandgerði sem sjálfstæðum sveitarfélögum mörg undanfarin ár.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024