Áramótabrenna haldin í Reykjanesbæ
Áramótabrenna verður haldin í Reykjanesbæ á ný eftir nokkurra ára hlé. Það er gamla gengið sem stóð að brennunni í Innri Njarðvík sem nú hefur hlaðið bálköst á Patterson-svæðinu við Hafnaveg, rétt við gömlu sorpeyðinarstöðina.
Góð aðkoma er að svæðinu fyrir áhorfendur og vonandi sjá flestir sér fært að mæta og endurvekja þá miklu stemmningu sem brennan vakti hér áður fyrr. Fólki er bent á klæða sig eftir veðri og skilja flugeldana eftir heima, segir í tilkynningu. Kveikt verður í brennunni kl. 20:00 á gamlárskvöld.