Ár frá strandi Wilson Muuga við Hvalsnes
Í dag, þann 19. desember, er liðið eitt ár frá strandi flutningaskipsins Wilson Muuga í Hvalsnesfjöru. Veður var afleitt og foráttubrim við strandstað þennan örlagaríka morgun og aðstæður hrikalegar.
Átta skipsverjar á danska varðskipinu Triton voru hætt komnir í brimsköflunum þegar gúmbát þeirra hvofldi. Einn þeirra drukknaði en hinum var bjargað með ævintýralegum hætti úr öldum sem voru á hæð við þriggja hæða hús og vann þyrlusveit Landshelgisgæslunnar þar mikið afrek.
Fljótlega var ljóst að skipið sat pikkfast í fjörunni og því yrði engan veginn bjargað. Árni Kópsson og hans menn voru því ekki sammála og í byrjun apríl tókst þeim með útsjónarsemi og miklu snarræði að koma skipinu aftur á flot.
Nýlega kom út bókin Útkall þyrlna strax! efir Óttar Sveinsson og er það 14. bókin í þessum vinsæla bókaflokki. Eins og Óttars er von og vísa dregur hann upp lifandi frásögn af atburðinum. Bókina prýðir fjölda mynda, m.a. frá Víkurfréttum sem m.a. birtu fyrstu loftmyndirnar af skipinu í fjörunni.
Nánar verður fjallað um strand Wilson Muuga síðar í dag hér á vf.is og birtar ljósmyndir sem aldrei áður hafa komið fyrir sjónir almennings. – Fylgist því með á vf.is í dag.
Átta skipsverjar á danska varðskipinu Triton voru hætt komnir í brimsköflunum þegar gúmbát þeirra hvofldi. Einn þeirra drukknaði en hinum var bjargað með ævintýralegum hætti úr öldum sem voru á hæð við þriggja hæða hús og vann þyrlusveit Landshelgisgæslunnar þar mikið afrek.
Fljótlega var ljóst að skipið sat pikkfast í fjörunni og því yrði engan veginn bjargað. Árni Kópsson og hans menn voru því ekki sammála og í byrjun apríl tókst þeim með útsjónarsemi og miklu snarræði að koma skipinu aftur á flot.
Nýlega kom út bókin Útkall þyrlna strax! efir Óttar Sveinsson og er það 14. bókin í þessum vinsæla bókaflokki. Eins og Óttars er von og vísa dregur hann upp lifandi frásögn af atburðinum. Bókina prýðir fjölda mynda, m.a. frá Víkurfréttum sem m.a. birtu fyrstu loftmyndirnar af skipinu í fjörunni.
Nánar verður fjallað um strand Wilson Muuga síðar í dag hér á vf.is og birtar ljósmyndir sem aldrei áður hafa komið fyrir sjónir almennings. – Fylgist því með á vf.is í dag.