Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Annríki hjá sjúkrabílum
Mánudagur 10. mars 2008 kl. 16:47

Annríki hjá sjúkrabílum

Talsvert annríki hefur verið í dag hjá sjúkrabílum Brunavarna Suðurnesja. Hafa útköllin bæði verið vegna veikinga og einnig slysa.

Fyrir stundu varð árekstur innanbæjar í Keflavík, en þar urðu ekki alvarleg slys á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðasta klukkutímann eða svo hefur snjóað án afláts og er nú snjór yfir öllu á Suðurnesjum. Það hefur viljað fylgja snjónum að fólk ræður illa við ökutæki sín í þessari færð og því eru sjúkraflutningsmenn undir það búnir að hrina árekstra gæti orðið nú síðdegis, þegar fólk er á leið heim úr vinnu og þegar straumur bíla frá Keflavíkurflugvelli fer í átt til Reykjavíkur.