Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annríki hjá lögreglu og björgunarsveitum á Suðurnesjum
Laugardagur 17. janúar 2004 kl. 00:54

Annríki hjá lögreglu og björgunarsveitum á Suðurnesjum

Mikið annríki er nú hjá lögreglu og björgunarsveitum á Suðurnesjum vegna ófærðrar. Mikill fjöldi björgunarfólks og lögreglumanna er nú að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Allar símalínur voru rauðglóandi á lögreglustöðinni nú á fyrsta tímanum. Víða er fólk fast við innkeyrslur og kemst ekki leiðar sinnar. Myndin var tekin í Grindavík skömmu fyrir miðnætti af veðurbörðum ungmennum sem leituðu skjóls við félagsheimilið Festi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024