Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annríki hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrri hluta dags
Mánudagur 11. júlí 2005 kl. 21:06

Annríki hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrri hluta dags

Mikið annríki var hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrri hluta dags í dag. Dagurinn hófst með brunaútkalli í Helguvík þar sem eldur hafði verið borðinn að bílhræi í porti Hringrásar. Slökkviliðið fór á staðinn og slökkti eldinn. Þetta er fjórði bruninn á rúmri viku á athafnasvæði Hringrásar í Helguvík en bílhræ verða þar eldi að bráð.

Hver sjúkraflutningurinn á fætur öðrum var síðan í morgun og um tíma óttuðust menn að kalla þyrfti til aukabíl utan af svæðinu, þar sem allir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja voru uppteknir í útköllum, sem flest voru vegna veikinda.

Þá var sjúkrabifreið send í umferðarslys á mótum Mávabrautar og Hringbrautar, en þar þurfti að koma ófrískri konu á sjúkrahús til skoðunar.

Rólegra hefur verið hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja nú síðari hluta dags.

Mynd: Úr safni Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024