Sunnudagur 29. september 2019 kl. 20:08
Annríki hjá Brunavörnum Suðurnesja
Mikið annríki er núna hjá Brunavörnum Suðurnesja. Allir fjórir sjúkrabílar BS eru í fjórum útköllum vegna veikinda. Þá er slökkvibifreið í útkalli vegna bruna á Vatnsleysuströnd.
Að sögn Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra hefur þurft að kalla út fjölmarga starfsmenn á aukavakt vegna annríkisins.