Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 26. apríl 2001 kl. 10:23

Annríki hjá Brunavörnum Suðurnesja

Mikið annrík var hjá Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja í gær, eða samtals 7 útköll frá kl. 8:30 til kl 16:00. Um hálf níu í gærmorgun barst beiðni um aðstoð vegna vatnsdælingar úr frystiklefa, en þar höfðu niðurföll ekki undan þegar kelfinn var í afþýðingu. Í kjölfarið á því, rétt fyrir hádegið, kom röð útkalla. Tilkynnt var um eld í Mb. Goðatindi SH 57, við slippinn í Njarðvík en þar hafði kviknað út frá suðuvinnu í færibandi á millidekki. Beltið á færibandinu logaði glatt og gaf mikinn reyk frá sér. Á sama tíma var nýráðin ung stúlka að háþrýstiþvo bátinn að utann og kölluðu starfsmenn slippsins til stúlkunnar sem beindi háþrýstibyssunni inn um lúgu á millidekkinu og slökkti eldinn á skammri stundu. Töluverður reykur var kominn á millidekkið og var einn starfsmaður slippsins fluttur á HSS með væg einkenni reykeitrunar. Þá voru fimm
sjúkraflutningar, flestir tengdus veikindum og í tveimur tilfellum var um ung börn að ræða.
Brunavarnir Suðurnesja hófu síðan daginn í dag með æfingu í aðalstöðvum Hitaveitu Suðurnesja við Brekkustíg í Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024