Annríki hjá björgunarsveitum í nótt
Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var á ferðinni í nótt við að hemja ýmsa hluti sem fuku af stað þegar fyrsta alvöru haustlægðin heilsaði með látum. Trampólin, þakplötur, griðing og tunnur voru á meðal þeirra hluta sem þurfti að hemja. Einnig þurfti að fjarlægja gám sem fauk inn á Hafnargötu og bíl sem hafnaði í skurði.
Ekki fer sögum af teljandi tjóni sökum óveðursins.
Svipaða sögu var að segja af öllu vestanverðu landinu þar sem björgunarsveitarfólk átti nokkuð annríkt í nótt.