Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Annríki björgunarsveita í óveðri
Þriðjudagur 11. desember 2007 kl. 01:40

Annríki björgunarsveita í óveðri

Gríðarlegt annríki hefur verið hjá björgunarsveitum og lögreglu á Suðurnesjum í kvöld og það sem af er nætur vegna veðurofsans sem nú ríkir. Girðingar og þakplötur losnuðu og ýmislegt lauslegt var komið á ferðina, en auk þess var mikill viðbúnaður við Keflavíkurhöfn þar sem lóðsbáturinn Auðunn var nær losnaður frá bryggju. Björgunarsveitarmenn brugðust þar við með miklu snarræði áður en illa fór.

Einnig fauk upp hurð á saltgeymslunni við höfnina og hjólhýsi skemmdist við bílasölu í Njarðvík.

Ekki er enn vitað um slys á fólki, en nánari fréttir verða sagðar af veðrinu síðar...

VF-mynd/Þorgils - Björgunarsveitarmenn kljást við girðingu sem var fokin niður við Byko.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024