Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 15. apríl 2002 kl. 16:27

Annríki á fæðingardeildinni í Keflavík

Sannkallað annríki hefur verið á fæðingardeildinni í Keflavík í allan dag. Frá því kl. sjö í morgun og til kl. 13:30 hafa fæðst þar fimm börn. Þar með talið er lítill drengur sem kom í heiminn í sjúkrabíl á leiðinni frá Grindavík.Litli drengurinn kom í heiminn kl. 08:25. Hann var 3675 gr. og 52 sentimetrar við fæðingu. Foreldrar hans eru Gerður Gísladóttir og Þormar Ómarsson, verslunarstjóri í Kaskó í Keflavík. Þau eru búsett í Grindavík.
Af þeim fimm börnum sem hafa komið í heiminn í dag eru þrjú þeirra úr Grindavík.
Gerður sagði í samtali við Víkurfréttir að allt hafi gengið eins og í sögu í morgun. Hún hafi verið skráð á fimmtudaginn og verið í rólegheitum heima þegar hún fann að eitthvað var að gerast.
- Hvað með pabbann?
„Hann missti af öllu saman,“ sagði Gerður og brosti til blaðamanns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024