Annir hjá lögreglu í Grindavík
Talsverður erill var hjá lögreglu á kvöld- og næturvaktinni aðfararnótt sl. sunnudags.
Kl. 00:28 stöðvuðu lögreglumenn, við reglubundið eftirlit, bifreið á Reykjanesbraut og í ljós kom að ökumaðurinn var að aka sviptur ökuleyfi. Há sekt liggur við því að aka sviptur ökuleyfi.
Kl. 04:30 var óskað eftir lögreglu að veitinga- og skemmtistaðnum Kaktus í Grindavík vegna slagsmála. Einn maður var handtekinn á staðnum vegna ölvunar og óspekta og var hann vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.
Kl. 04:50 var aftur óskað eftir lögreglu að veitinga- og skemmtistaðnum Kaktus í Grindavík vegna manns sem væri til vandræða fyrir utan staðinn. Einn maður var handtekinn þar sem hann var ofurölvi. Maðurinn gat ekki gert grein fyrir sér og var hann því vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.
Auk þeirra verkefna sem gefið er um hér að ofan þurfti lögregla að sinna útköllum í heimahús þar sem í einu tilviki þurfti að aðstoða íbúann við að rýma íbúðina þar sem partýið var að fara úr böndunum. Einnig þurfti að sinna heimilisófriði þar sem sambýlisfólk var að kýtast og í einu tilviki var kvartað undan hávaða í fólki sem lét ófriðleg utan við íbúðarhús. Eignaspjöll voru framin á veitingastað í Grindavík.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.
Kl. 00:28 stöðvuðu lögreglumenn, við reglubundið eftirlit, bifreið á Reykjanesbraut og í ljós kom að ökumaðurinn var að aka sviptur ökuleyfi. Há sekt liggur við því að aka sviptur ökuleyfi.
Kl. 04:30 var óskað eftir lögreglu að veitinga- og skemmtistaðnum Kaktus í Grindavík vegna slagsmála. Einn maður var handtekinn á staðnum vegna ölvunar og óspekta og var hann vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.
Kl. 04:50 var aftur óskað eftir lögreglu að veitinga- og skemmtistaðnum Kaktus í Grindavík vegna manns sem væri til vandræða fyrir utan staðinn. Einn maður var handtekinn þar sem hann var ofurölvi. Maðurinn gat ekki gert grein fyrir sér og var hann því vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.
Auk þeirra verkefna sem gefið er um hér að ofan þurfti lögregla að sinna útköllum í heimahús þar sem í einu tilviki þurfti að aðstoða íbúann við að rýma íbúðina þar sem partýið var að fara úr böndunum. Einnig þurfti að sinna heimilisófriði þar sem sambýlisfólk var að kýtast og í einu tilviki var kvartað undan hávaða í fólki sem lét ófriðleg utan við íbúðarhús. Eignaspjöll voru framin á veitingastað í Grindavík.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.