Annasöm helgi hjá lögreglunni
Lögreglumenn höfðu í nógu að snúast alla helgina. Mikil ölvun og ólæti voru í bænum og átta kærur bárust vegna líkamsárása. Flestar áttu þær sér stað á skemmtistöðum bæjarins en ein var í heimahúsi. Karlmaður fékk flösku í höfuðið í Stapa á föstudagskvöld og skömmu síðar fékk annar aðili glas í andlitið. Báðir mennirnir skárust í andliti og þurfti að flytja þá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja svo hægt væri að gera að sárum þeirra.