Annasöm helgi hjá lögreglumönnum á Suðurnesjum
Helgin var nokkuð annasöm hjá lögreglunni í Keflavík eins og sjá má á dagbók lögreglunnar. Stærsta málið var viðureign lögreglunnar við byssumann á Vatnsleysuströnd. Meðfylgjandi er dagbók lögreglunnar frá helginni.Föstudagurinn 24. janúar 2003
Einn ökumaður var kærður fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu.
2 umráðamenn bifreiða voru kærðir fyrir vanrækslu á að færa ekki bifreiðar sínar til aðalskoðunar á tilskyldum tíma.
Kl. 09:23 var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni, við framúrakstur, í krapa sem var á Reykjanesbraut. Hafnaði hægri hlið bifreiðarinnar á ljósastaur. Við höggið losnaði staurinn og féll til jarðar. Ljóst er að illa hefði farið ef staurinn hefði ekki gefið eftir. Ökumaður slapp ómeiddur.
Snemma í morgun var tilkynnt um innbrot og þjófnað hjá fyrirtæki við Hafnargötu í Sandgerði. Þar var stolið tölvu, tölvuskjá, lyklaborði og laserprentara.
Kl. 19:18 var tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut á Standarheiði. Þarna hafði ökumaður misst stjórn á bifreiðinni sökum hálku. Engin slys urðu á fólki, en bifreiðin var fjarlægð með kranbifreið að ósk eiganda.
Kl. 21:05 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar á Njarðarbraut við Fitjar, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Var ökumaður og ásamt tveimur farþegum færðir á lögreglustöð. Við leit í bifreið og á þeim handteknu fannst tóbaksbalanda af kannabis (hassi) á ökumanni. Að lokinni yfirheyrslu var fólkinu sleppt. Þarna var á ferðinni fólk á tvítugs aldri.
Kl. 23:50 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar á Flugvallavegi, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit á ökumanni og farþegum fannst áhald til neyslu fíkniefna. Lagt var halda það.
Kl. 00:18 var tilkynnt um útafakstur á Sandgerðisvegi, rétt við Sandgerði. Ömkumaður misst stjórná bifreiðinni sökum hálku á veginum. Engin slys urðu á fólki.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið án þess að hafa endurnýja ökuskírteinið. Honum var gert að hætta akstri og láta endurnýja skírteinið sitt starx eftir helgina.
Laugardagurinn 25. janúar 2003.
Skömmu eftir hádegi í dag höfðu lögreglumenn afskipti af rúmlega tíu mönnum sem hugðust fara í Sandvík á Reykjanesi og aka þar um á torfærubifhjólum. Mönnum þessum var bent á að akstur utan vega væri óheimill sem og akstur á óskráðum og númerslausum ökutækjum. Mennirnir sinntu ábendingu lögreglumannanna og hættu við akstur í Sandvík.
Kl. 18:29 barst tilkynning frá aðilum á neðri hæð íbúðarhúss á Vatnsleysustönd þess efnis að 35 ára karlmaður á efri hæðinni væri ölvaður með skotvopn og væri hann að skjóta úr vopninum inni í íbúðinni. Barnsmóðir mannsins ásamt mánaðargömlu barni höfðu flúði niður til íbúanna á neðri hæðinni. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til ásamt því að lögreglan í Hafnarfirði kom til aðstoðar. Kl. 19:01 tilkynntu lögreglumenn á vettvangi að þeir væru búnir að handtaka manninn en hann hafði komið akandi heimreiðina frá húsinu að Vatnsleysustrandarvegi þar sem lögreglumenn voru. Í bifreiðinni milli framsætanna fundu lögreglumenn 223 calibera riffil og var hann hlaðinn. Áður en til handtöku kom hafði maðurinn stigið út úr bifreiðinni, óvopnaður, og gefið sig fram við lögreglu. Auk brota á vopnalögum er maðurinn grunaður um ölvun við akstur, akstur sviptur ökuleyfi og brot á fíkniefnalöggjöfinni þar sem í íbúð hans fundust við húsleit um 60 gr. af ætluðu hassi. Maðurinn var færður á lögreglustöðina þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Maðurinn var í samráði við læklátinn laus eftir yfirheyrslu síðdegis á sunnudaginn.
Kl. 05:12 var akstur bifreiðar stöðvaður á Sólvallagötu í Keflavík. Við athugun á vettvangi fannst 1 gr. af kannabis (hassmoli) á gólfi bifreiðarinnar. Ökumaður og tveir farþegar voru því handteknir og fæðir á stöð. Við nánari leit í bifreiðinni á lögreglustöðinni fannst annað gramm (hassmoli). Annar farþeginn viðurkenndi að eiga efnið. Hann var vistaður í fangaklefa og var látinn laus að lokinni yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Ökumanninum og hinum farþeganum var sleppt strax að lokinni leit á þeim og í bifreiðinni. Aldur þessa fólks var 20 ára.
Einn ökumaður var kærður fyrir að hafa ekki ökuskírteinið meðferðis.
Sunnudagurinn 26. janúar 2003.
Kl. 08:12 var tilkynnt um lausan eld í húsþakinu á Ægisgötu 2 í Grindavík þar sem verksmiðja Fiskimjöls og lýsis er til húsa. Slökkvilið Grindavíkur kom á staðinn og slökkti eldinn og gekk það greiðlega. Skemmdir voru ekki miklar. Kviknað hafði í þakinu út frá skorsteini. Einn maður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en hann hafði hlotið reykeitrun. Samkvæmt upplýsingum frá HS var líðan mannsins ágæt.
6 ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn.
Ekkert fréttnæmt gerðist á næturvaktinni þennan sunnudag.
Einn ökumaður var kærður fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu.
2 umráðamenn bifreiða voru kærðir fyrir vanrækslu á að færa ekki bifreiðar sínar til aðalskoðunar á tilskyldum tíma.
Kl. 09:23 var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni, við framúrakstur, í krapa sem var á Reykjanesbraut. Hafnaði hægri hlið bifreiðarinnar á ljósastaur. Við höggið losnaði staurinn og féll til jarðar. Ljóst er að illa hefði farið ef staurinn hefði ekki gefið eftir. Ökumaður slapp ómeiddur.
Snemma í morgun var tilkynnt um innbrot og þjófnað hjá fyrirtæki við Hafnargötu í Sandgerði. Þar var stolið tölvu, tölvuskjá, lyklaborði og laserprentara.
Kl. 19:18 var tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut á Standarheiði. Þarna hafði ökumaður misst stjórn á bifreiðinni sökum hálku. Engin slys urðu á fólki, en bifreiðin var fjarlægð með kranbifreið að ósk eiganda.
Kl. 21:05 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar á Njarðarbraut við Fitjar, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Var ökumaður og ásamt tveimur farþegum færðir á lögreglustöð. Við leit í bifreið og á þeim handteknu fannst tóbaksbalanda af kannabis (hassi) á ökumanni. Að lokinni yfirheyrslu var fólkinu sleppt. Þarna var á ferðinni fólk á tvítugs aldri.
Kl. 23:50 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar á Flugvallavegi, vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit á ökumanni og farþegum fannst áhald til neyslu fíkniefna. Lagt var halda það.
Kl. 00:18 var tilkynnt um útafakstur á Sandgerðisvegi, rétt við Sandgerði. Ömkumaður misst stjórná bifreiðinni sökum hálku á veginum. Engin slys urðu á fólki.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið án þess að hafa endurnýja ökuskírteinið. Honum var gert að hætta akstri og láta endurnýja skírteinið sitt starx eftir helgina.
Laugardagurinn 25. janúar 2003.
Skömmu eftir hádegi í dag höfðu lögreglumenn afskipti af rúmlega tíu mönnum sem hugðust fara í Sandvík á Reykjanesi og aka þar um á torfærubifhjólum. Mönnum þessum var bent á að akstur utan vega væri óheimill sem og akstur á óskráðum og númerslausum ökutækjum. Mennirnir sinntu ábendingu lögreglumannanna og hættu við akstur í Sandvík.
Kl. 18:29 barst tilkynning frá aðilum á neðri hæð íbúðarhúss á Vatnsleysustönd þess efnis að 35 ára karlmaður á efri hæðinni væri ölvaður með skotvopn og væri hann að skjóta úr vopninum inni í íbúðinni. Barnsmóðir mannsins ásamt mánaðargömlu barni höfðu flúði niður til íbúanna á neðri hæðinni. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til ásamt því að lögreglan í Hafnarfirði kom til aðstoðar. Kl. 19:01 tilkynntu lögreglumenn á vettvangi að þeir væru búnir að handtaka manninn en hann hafði komið akandi heimreiðina frá húsinu að Vatnsleysustrandarvegi þar sem lögreglumenn voru. Í bifreiðinni milli framsætanna fundu lögreglumenn 223 calibera riffil og var hann hlaðinn. Áður en til handtöku kom hafði maðurinn stigið út úr bifreiðinni, óvopnaður, og gefið sig fram við lögreglu. Auk brota á vopnalögum er maðurinn grunaður um ölvun við akstur, akstur sviptur ökuleyfi og brot á fíkniefnalöggjöfinni þar sem í íbúð hans fundust við húsleit um 60 gr. af ætluðu hassi. Maðurinn var færður á lögreglustöðina þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Maðurinn var í samráði við læklátinn laus eftir yfirheyrslu síðdegis á sunnudaginn.
Kl. 05:12 var akstur bifreiðar stöðvaður á Sólvallagötu í Keflavík. Við athugun á vettvangi fannst 1 gr. af kannabis (hassmoli) á gólfi bifreiðarinnar. Ökumaður og tveir farþegar voru því handteknir og fæðir á stöð. Við nánari leit í bifreiðinni á lögreglustöðinni fannst annað gramm (hassmoli). Annar farþeginn viðurkenndi að eiga efnið. Hann var vistaður í fangaklefa og var látinn laus að lokinni yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Ökumanninum og hinum farþeganum var sleppt strax að lokinni leit á þeim og í bifreiðinni. Aldur þessa fólks var 20 ára.
Einn ökumaður var kærður fyrir að hafa ekki ökuskírteinið meðferðis.
Sunnudagurinn 26. janúar 2003.
Kl. 08:12 var tilkynnt um lausan eld í húsþakinu á Ægisgötu 2 í Grindavík þar sem verksmiðja Fiskimjöls og lýsis er til húsa. Slökkvilið Grindavíkur kom á staðinn og slökkti eldinn og gekk það greiðlega. Skemmdir voru ekki miklar. Kviknað hafði í þakinu út frá skorsteini. Einn maður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en hann hafði hlotið reykeitrun. Samkvæmt upplýsingum frá HS var líðan mannsins ágæt.
6 ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn.
Ekkert fréttnæmt gerðist á næturvaktinni þennan sunnudag.