Anna María Íslandsmeistari í sínum 500. leik fyrir Keflavík
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistartitil kvenna með glæstum sigri 70-57 á nágrönnum sínum úr Grindavík. Keflvíkingar unnu því 3-0 í viðureignum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn eftirsótta. Anna María Sveinsdóttir hefur verið máttarstólpur liðsins í hátt í tvo áratugi og í kvöld spilaði hún sinn 500. leik fyrir Keflvíkinga. Í tilefni að því var Anna María heiðruð í leikslok og fékk að gjöf glæsilegt listaverk eftir Stefán Jónsson. Anna var að vonum kampakát í leikslok og sagði það ávallt vera skemmtilegt að vinna titla. Hún útilokar alls ekki að taka þátt í baráttunni á næsta tímabili enda í topp formi.
Vf-mynd/Hilmar Bragi - Anna María með listaverkið í leikslok