Anna Hulda sér um daglegan rekstur Voga
Bæjarstjóri sveitarfélagsins, Eirný Valsdóttir hefur látið af störfum. Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri er staðgengill bæjarstjóra og mun sjá um daglegan rekstur sveitarfélagsins þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. Þeir sem þurfa að fá lausn sinna mála hjá sveitarfélaginu er bent á að hafa samband við skrifstofu bæjarfélagsins eða skrifstofustjóra á opnunartíma skrifstofu.
Á næstu dögum verður auglýst eftir nýjum bæjarstjóra í Sveitarfélagið Voga og má reikna með að ráðningarferlið taki nokkrar vikur.
Nýr meirihluti í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þakkar fráfarandi bæjarstjóra vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi, segir í frétt á heimasíðu Voga.
Myndin: Eirný hefur látið af störfum sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.