Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Anna Hulda Júlíusdóttir Djáknakandidat vígð til þjónustu
Prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni. Nöfn allra á myndinni eru í meðfylgjandi frétt. Mynd af vef Þjóðkirkjunnar.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 4. mars 2020 kl. 09:37

Anna Hulda Júlíusdóttir Djáknakandidat vígð til þjónustu

Anna Hulda Júlíusdóttir Djáknakandidat var vígð til þjónustu við orlof aldraðra á Löngumýri í Skagafirði, en hún var kölluð til þeirrar þjónustu af Eldriborgararáði Reykjavíkurprófastsdæmanna og Ellimálanefndar þjóðkirkjunnar.

Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígði tvo guðfræðinga og tvo djáknakandidata í Dómkirkjunni í Reykjavík sl. sunnudag, 1. mars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vígsluvottar voru Djáknarnir Þórey Dögg Jónsdóttir og Rósa Kristjánsdóttir, og sr. Sigurður Jónsson og sr. Henning Emil Magnússon.

Anna Hulda Júlíusdóttir er úr Garðinum og fædd í Keflavík 1970. Hún lauk prófi í guðfræði – djáknanámi frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún hefur undanfarin ár starfað í orlofsbúðum eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði og hefur starfað við barna- og fermingarstarf í Siglufjarðarkirkju. Hún á tvo syni.


Á mynd með frétt eru:
Fremsta röð frá vinstri: sr. Þóra Björg Sigurðardótitr, sr. Pétur Ragnhildarson, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Anna Hulda Júlíusdóttir, djákni, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni.

Miðröð frá vinstri: sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Karl V. Matthíasson, Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, Rósa Kristjánsdóttir, djákni, sr. Elínborg Sturludóttir.

Aftasta röð: sr. Henning Emil Magnússon, sr. Þráinn Haraldsson, sr. Guðmundur Karl Ágústsson, og sr. Sigurður Jónsson.

ÞÚ GETUR LESIÐ NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR HÉR AÐ NEÐAN!