Áning á Gíghæð kláruð í vor
Vegagerðin mun ljúka við áningu á Gíghæð á Grindavíkurvegi í vor. Verða sett upp upplýsingaskilti um Reykjanes, auk annars fróðleiks. Við áninguna er mjög stutt í einn af fjölmörgun hellum sem Reykjanesskaginn hefur uppá að bjóða. Verður aðkoman að honum lagfærð.
Af Gíghæð er nokkuð gott útsýni yfir hraunbreiðurnar við Grindavíkurveginn. Þar sést til Bláa lónsins, Reykjanesbæjar og fjallanna í Reykjanesfjallgarðinum.
.