Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aníka Mjöll heiðruð fyrir hetjudáð
Aníka Mjöll Júlíusdóttir með Guðrúnu Maríu Geirdal sem hún bjargaði frá drukknun á síðasta ári.
Mánudagur 11. febrúar 2013 kl. 12:11

Aníka Mjöll heiðruð fyrir hetjudáð

Aníka Mjöll Júlíusdóttir hlaut nú áðan viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands fyrir hetjudáð þegar hún bjargaði ungu barni, Guðrúnu Maríu Geirdal, frá drukknun í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í febrúar í fyrra.
Í dag er 1-1-2 dagurinn en komin er hefð á það að minnast björgunarafreka á þessum degi og veita viðurkenningar fyrir þau.

Aníka Mjöll var á sundæfingu í Sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ þegar hún vann björgunarafrekið. Rúmlega eins árs gömul stúlka hafði þá fallið í sundlaugina og var að því er virtist hætt komin þegar að Aníka Mjöll, þá tíu ára, sá litlu stúlkuna í lauginni. Aníka brást rétt við og synti strax að stúlkunni sem hún taldi þó fyrst að væri dúkka, enda var litla stúlkan ekki í sundfötum. Aníka náði að koma stúlkunni upp á bakkann og þá var sundþjálfarinn kominn að og tók við litlu stúlkunni. Að sögn sjónarvotta var hún með meðvitund þegar hún kom upp á bakkann og snögg viðbrögð hafa sennilega komið í veg fyrir að ekki fór verr.

Litla stúlkan sem Aníka Mjöll bjargaði, Guðrún María, mætti einnig í morgun og var viðstödd þegar bjargvættur sinn fékk viðurkenninguna. Þær fengu báðar skyndiphjálpartösku frá Rauða krossi Íslands við þetta tækifæri.

Hér að neðan er viðtal sem Víkurfréttir áttu við Aníku Mjöll daginn eftir björgunarafrekið í febrúar í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024