Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Andlát: Áki G. Gränz
Fimmtudagur 6. febrúar 2014 kl. 09:48

Andlát: Áki G. Gränz

Áki Guðni Gränz, málarameistari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur lést sl. þriðjudag, 4. febrúar, 88 ára að aldri.

Áki skilur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 1925 en flutti til Njarðvíkur árið 1949.
Hann starfaði við málaraiðnina alla tíð en sinnti jafnframt málaralistinni og gerði mörg málverk og ýmis listaverk, þar á meðal gerði hann bæjarmerki Njarðvíkur.


Áki tók virkan þátt í félagsmálum á Suðurnesjum. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Njarðvíkur, sat í stjórn UMFN og var félagi í Oddfellowstúkunni Nirði. Hann var einnig einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur og var kjörinn fyrsti gjaldkeri þess. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps árið 1970. Áki var síðar bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn til ársins 1986 og var forseti bæjarstjórnar 1982-1986.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024