Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægja meðal íbúa í Suðurnesjabæ
Mánudagur 3. febrúar 2020 kl. 09:54

Ánægja meðal íbúa í Suðurnesjabæ

Í lok síðasta árs og byrjun þessa árs tók Suðurnesjabær í fyrsta skipti þátt í árlegri þjónustukönnun sem Gallup gerir á meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins á meðal einstaklinga 18 ára og eldri.

Suðurnesjabær er að koma vel út í þessari fyrstu könnun sinni, segir á vef sveitarfélagsins. Suðurnesjabær raðar sér með fremstu sveitarfélögunum og er í meðaltali eða yfir meðaltali í flestum þáttum sem mældir eru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá raðast Suðurnesjabær númer tvö í könnuninni þar sem ánægja með þjónustu grunnskóla er mæld og einnig þegar spurt er hvernig starfsfólk bæjarins/sveitarfélagsins leysir úr erindi eða erindum fólks.

Suðurnesjabær raðast númer þrjú með 4,3 stig af 5 þar sem spurt er um hversu ánægt eða óánægt fólk er með sveitarfélagið sem stað til að búa á.

Niðurstöður könnunarinnar eru áhugaverðar og munu nýtast til að bæta þjónustu í Suðurnesjabæ enn frekar, segir á vef Suðurnesjabæjar.