Ánægja með störf fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar
Níu af hverjum tíu viðskiptavina Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar eru ánægðir með starfsfólk þjónustunnar, bæði hvað varðar viðmót þess og þekkingu á viðfangsefni. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem FFR framkvæmdi í apríl og maí á þessu ári. Tilgangurinn var að fá fram viðhorf viðskiptavina FFR til þjónustunnar og um leið hvað betur mætti fara. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá niðurstöðunni.Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 13. janúar 2003 að láta fara fram viðhorfskönnun meðal viðskiptavina fjölskyldu- og félagsþjónustunnar um afstöðu þeirra til félagsþjónustu sveitarfélagsins. Könnunin fór fram frá 1. apríl til 31. maí 2003 á skrifstofum FFR, þar sem lagðar voru fyrir 12 spurningar, unnar af starfsmönnum FFR ásamt einum fulltrúa frá félagsmálaráði.
Alls tóku 50 manns, 18 ára og eldri, þátt í könnuninni, 39 konur og 11 karlar. Framkvæmdin var með þeim hætti að í lok viðtals óskuðu starfsmenn eftir því við viðskiptavini, að þeir fylltu út könnunina og skiluðu henni í lokaðan kassa í afgreiðslu. Nöfn þátttakenda komu hverrgi fram og ekki er hægt að rekja svörin til viðkomandi.
Yfir 75% þátttakenda voru mjög sáttir eða sáttir við afgreiðslu erinda sinna. Einungis 1 einstaklingur (2%) var mjög ósáttur með þann þátt. Flestir, eða 86%, voru mjög sáttir eða sáttir við þjónustuna sem þeir fengu, einn var ósáttur og 6 hvorki né.
Varðandi viðmót starfsmanna og þekkingu þeirra á viðfangsefninu svörðu flestir eða 90% að viðmót starfsmanna hafi verið mjög gott eða gott og einn taldi það hafa verið slæmt. 86% aðspurðra töldu þekkingu starfsmanns á viðfangsefninu mjög góða eða góða, tveir eða 4%, töldu hana slæma.
Niðurstöður könnunarinnar sýna ótvírætt að fylgni er á milli ánægju viðskiptavina og þess hver afgreiðsla erinda þeirra er. Einnig má sjá fylgni milli ánægju viðskiptavina eftir þekkingu starfsmanns á málefninu og viðmóti hans. Þeir sem voru ósáttir við afgreiðslu erindi sín gáfu viðmóti starfsmanns þolanlega eða góða umsögn. Einungis einn aðili er ósáttur við viðmót starfsmanns en sá aðili er einnig mjög ósáttur við afgreiðslu erindis síns.
Alls tóku 50 manns, 18 ára og eldri, þátt í könnuninni, 39 konur og 11 karlar. Framkvæmdin var með þeim hætti að í lok viðtals óskuðu starfsmenn eftir því við viðskiptavini, að þeir fylltu út könnunina og skiluðu henni í lokaðan kassa í afgreiðslu. Nöfn þátttakenda komu hverrgi fram og ekki er hægt að rekja svörin til viðkomandi.
Yfir 75% þátttakenda voru mjög sáttir eða sáttir við afgreiðslu erinda sinna. Einungis 1 einstaklingur (2%) var mjög ósáttur með þann þátt. Flestir, eða 86%, voru mjög sáttir eða sáttir við þjónustuna sem þeir fengu, einn var ósáttur og 6 hvorki né.
Varðandi viðmót starfsmanna og þekkingu þeirra á viðfangsefninu svörðu flestir eða 90% að viðmót starfsmanna hafi verið mjög gott eða gott og einn taldi það hafa verið slæmt. 86% aðspurðra töldu þekkingu starfsmanns á viðfangsefninu mjög góða eða góða, tveir eða 4%, töldu hana slæma.
Niðurstöður könnunarinnar sýna ótvírætt að fylgni er á milli ánægju viðskiptavina og þess hver afgreiðsla erinda þeirra er. Einnig má sjá fylgni milli ánægju viðskiptavina eftir þekkingu starfsmanns á málefninu og viðmóti hans. Þeir sem voru ósáttir við afgreiðslu erindi sín gáfu viðmóti starfsmanns þolanlega eða góða umsögn. Einungis einn aðili er ósáttur við viðmót starfsmanns en sá aðili er einnig mjög ósáttur við afgreiðslu erindis síns.