Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ánægja með ný fuglaskoðunarhús við Fitjar
Mynd af vef Reykjanesbæjar.
Mánudagur 6. febrúar 2023 kl. 06:41

Ánægja með ný fuglaskoðunarhús við Fitjar

Á Fitjum í Ytri-Njarðvík hafa verið reist tvö fuglaskoðunarhús sem hafa vakið athygli fyrir fallega hönnun. Húsin eru hönnuð af JeES arkitektum sem staðsettir eru í Reykjanesbæ. Við val á staðsetningu og hvernig húsin ættu að snúa var leitað til Sölva Rúnars Vignissonar, líffræðings við Þekkingarsetur Suðurnesja, og Guðmundar Falk, fuglaljósmyndara í Reykjanesbæ. Þá fékk verkefnið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2022. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Markmið fuglaskoðunarhúsanna er að skapa aðstöðu fyrir áhugafólk til að fylgjast með og mynda það fjölbreytta fuglalíf sem getur verið bæði á tjörnunum og í fjörunni á Fitjum. Þá er markmiði ekki síður að fegra umhverfið því ásýnd Fitjanna breyttist töluvert með þessum fuglahúsum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vef bæjarins segir að bæjaryfirvöld séu einstaklega ánægð með þessa framkvæmd sem og útkomuna. Reykjanesbær vill einnig þakka þeim verktökum sem komu að verkefninu en þeir eru: Húsagerðin, Smávélaleigan, Bergraf og Nesraf. Það er von Reykjanesbæjar að áhugafólk um fuglaskoðun sem og aðrir kunni vel að meta þetta framtak og eigi eftir að njóta um ókomin ár.