Ánægja með Ljósanótt 2004
Reykjanesbær iðaði af mannlífi á Ljósanótt enda dagskrá fjölbreytt og óhætt að segja að íbúatala hafi margfaldast um helgina þegar hátíðin fór fram.
Margir íbúar drógu fána að húni áður en haldið var niður í bæ en þar var meðal annars boðið upp á glæsilega flugsýningu þar sem mátti sjá loftför af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá smámódelum og upp í Boeing þotur Iceland Express. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi björgun úr sjó, karamellum var dreift yfir sýningarsvæðið og fallhlífarstökkvarar svifu til jarðar.
Á laugardaginn var Himnasmiður, verk eftir Erling Jónsson, afhjúpað við Sparisjóðinn í Keflavík en verkið er gert til minningar um Kristinn Rey bóksala í Keflavík. Einnig var afhjúpað stjörnuspor á Hafnargötunni sem að þessu sinni var tileinkað Gullaldarliði Keflavíkur.
Mikill fjöldi sótti fjölbreyttar list- og handverkssýningar sem voru yfir 30 talsins eða nutu tónlistaratriða. Alls komu fram um 50 hljómsveitir um helgina og áttu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við hafnarbakkan var fjöldi leiktækja fyrir börnin sem nýttu sér þau óspart auk þess sem gott var að fá sér eitthvað að snæða í fjölmörgun sölubásum. Götuleikhús var á svæðinu og skemmti hátíðargestum auk þess sem boðið var upp á hestvagnaferðir.
Kvölddagskrá hófst á sviðinu við Hafnarbakkan kl. 20:00 og komu þar m.a. fram bæjarstjórnarbandið og Védís Hervör Árnadóttir sem söng lagið sitt "Þessa einu nótt" sem hlaut sigur í Ljósalagskeppninni. Hápunktinum náðu hátíðarhöld með flugeldasýningu í Boði Sparisjóðsins í Keflavík við undirleik tónverks Gunnars Þórðarsonar.
Að lokinni flugeldasýningu fóru flestir heim en boðið var upp á ljósaböll fyrir þá sem vildu dvelja lengur.
Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið samankomin í Reykjanesbæ á flugeldasýningunni kl. 10:00 en þrátt fyrir mannfjöldann voru annir lögreglu í meðallagi. Lögregla starfrækti í samvinnu við Útideild og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar öryggismiðstöð í miðbænum, segir á vef Reykjanesbæjar.
Margir íbúar drógu fána að húni áður en haldið var niður í bæ en þar var meðal annars boðið upp á glæsilega flugsýningu þar sem mátti sjá loftför af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá smámódelum og upp í Boeing þotur Iceland Express. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi björgun úr sjó, karamellum var dreift yfir sýningarsvæðið og fallhlífarstökkvarar svifu til jarðar.
Á laugardaginn var Himnasmiður, verk eftir Erling Jónsson, afhjúpað við Sparisjóðinn í Keflavík en verkið er gert til minningar um Kristinn Rey bóksala í Keflavík. Einnig var afhjúpað stjörnuspor á Hafnargötunni sem að þessu sinni var tileinkað Gullaldarliði Keflavíkur.
Mikill fjöldi sótti fjölbreyttar list- og handverkssýningar sem voru yfir 30 talsins eða nutu tónlistaratriða. Alls komu fram um 50 hljómsveitir um helgina og áttu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við hafnarbakkan var fjöldi leiktækja fyrir börnin sem nýttu sér þau óspart auk þess sem gott var að fá sér eitthvað að snæða í fjölmörgun sölubásum. Götuleikhús var á svæðinu og skemmti hátíðargestum auk þess sem boðið var upp á hestvagnaferðir.
Kvölddagskrá hófst á sviðinu við Hafnarbakkan kl. 20:00 og komu þar m.a. fram bæjarstjórnarbandið og Védís Hervör Árnadóttir sem söng lagið sitt "Þessa einu nótt" sem hlaut sigur í Ljósalagskeppninni. Hápunktinum náðu hátíðarhöld með flugeldasýningu í Boði Sparisjóðsins í Keflavík við undirleik tónverks Gunnars Þórðarsonar.
Að lokinni flugeldasýningu fóru flestir heim en boðið var upp á ljósaböll fyrir þá sem vildu dvelja lengur.
Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið samankomin í Reykjanesbæ á flugeldasýningunni kl. 10:00 en þrátt fyrir mannfjöldann voru annir lögreglu í meðallagi. Lögregla starfrækti í samvinnu við Útideild og Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar öryggismiðstöð í miðbænum, segir á vef Reykjanesbæjar.