Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægja með endurbætta aðstöðu
Fimmtudagur 14. október 2010 kl. 13:19

Ánægja með endurbætta aðstöðu


Ný og endurbætt aðstaða var tekin í notkun á dögunum í Miðhúsum í Sandgerði. Hefur tómstundaaðstaða aldraðra þar með stórbatnað. Auk hennar var var matsalurinn einnig stækkaður.
Stækkun þjónusturýmisins var boðin út í febrúar á þessu ári og hljóðaði kostnaðaráætlun upp á tæpar 49 milljónir króna. Lægsta tilboð hljóðaði upp á 36,4 milljónir króna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er aðstaðan rúmgóð og björt. Var ekki annað að heyra á viðstöddum en að mikil ánægja væri ríkjandi með þessar breytingar.

Efri mynd: Setið að spilum í nýja borðsalnum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Neðri mynd: Horft inn í rúmgóða tómstundaaðstöðuna þar sem nokkrar konur voru byrjaðar á jólaföndrinu.

VFmyndir/elg.