Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægður með farsæla lausn
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 13:13

Ánægður með farsæla lausn



„Ég er mjög ánægður með að fundist hafi farsæl lausn á málefnum barna með geðræn vandamál á Suðurnesjum og að þau fái áfram þjónustu í heimabyggð,“ segir Gylfi Jón  Gylfason, yfirsálfræðingur Fræðsluskrifstofu vegna viðbragða frá HSS við fréttum þess efnis að leggja ætti niður umrædda þjónustu.

„Ég tel hins vegar ástæðu til að undirstrika að ég hafði ekki rangar upplýsingar um málið.  Upplýsingar mínar um stöðu mála eru annars vegar svar forstjóra HSS við fyrirspurn frá okkur um hvort að til standi að leggja þjónustuna niður og hins vegar upplýsingar frá læknunum sem sinntu þjónustunni og greindu þeir okkur frá því tæpitungulaust að þeir myndu ekki sinna þessum sjúklingahópi framvegis,“ segir Gylfi ennfremur.

VF hafði í gær í eftir Sigurjóni Kristinssyni, framkvæmdastjóra lækninga á heilsugæslu HSS, að stofnunin væri ekki  að fella niður læknisþjónustu við börn með geðraskanir heldur væri um að ræða breytingu. Í stað þess að viðkomandi læknar sinntu þessu starfi sem verktakar við stofnunina yrðu þeir launþegar og stöðuhlutfall þeirra aukið eftir því.
--


Sjá tengdar fréttir:

Þjónusta fyrir börn með geðraskanir verður ekki felld niður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Þjónusta við börn með geðraskanir felld niður


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024