Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægðir með hugmyndir um Reykjanesklasann
Fimmtudagur 20. apríl 2023 kl. 06:32

Ánægðir með hugmyndir um Reykjanesklasann

Samþykkja að minnka verulega lóð Stakksbrautar 1

„Stjórn Reykjaneshafnar lýsir ánægju sinni með þær hugmyndir sem felast í verkefninu Reykjanesklasi – grænn iðngarður og þeim áformum um uppbyggingu sem þar koma fram. Gangi verkefnið eftir mun það auka fjölbreytni í atvinnumálum Suðurnesja og efla nýsköpun á svæðinu“. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar Reykjaneshafnar þar sem Reykjanesklasinn var til umræðu.

Á fundinn mættu Kjartan Eiríksson og Þór Vigfússon, fulltrúar Reykjanesklasans – græns iðngarðs, og kynntu hugmyndafræði verkefnisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í sömu fundargerð kemur fram að skiptastjóri hefur samþykkt tilboð Reykjanesklasans ehf. í fasteignir þrotabúsins Norðurál Helguvík ehf. Í tilboðinu felst m.a. að sú lóð sem fylgir fasteignunum mun minnka verulega miðað við þá lóð sem er til staðar í dag. Reykjaneshöfn er leigusali núverandi lóðar til þrotabúsins og þarf því að heimila þær breytingar sem gera þarf á lóðinni.

Stjórn Reykjaneshafnar heimilar fyrir sitt leyti þær breytingar sem gera þarf á lóðastærð núverandi lóðar á Stakksbraut 1 í Suðurnesjabæ til þess að hægt sé að ganga frá sölu fasteigna þrotabúsins og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir. Samþykkt samhljóða.