Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ánægðir gestir úr Grindavík
Mánudagur 9. desember 2002 kl. 09:26

Ánægðir gestir úr Grindavík

Einn þeirra hópa sem gistu á Hótel Keflavík um síðustu helgi og nýttu sér tilboðið sem Hótel Keflavík býður upp á fyrir jólin var hópur frá sambýlinu á Túngötu í Grindavík. Þetta voru þau Kristrún Bogadóttir, Valgeir Jensson og Baldur Símon Ketilsson en þau byrjuðu daginn á að versla þegar þau komu til Keflavíkur. Kristrún segir að þetta hafi verið frábært: “Þetta er allt saman búið að vera yndislegt. Við byrjuðum á því að versla, síðan fórum við út að borða og eftir matinn fórum við á djammið," sagði Kristrún. Baldur var í fyrsta sinn að gista á hóteli og hann var mjög ánægður: “Ég vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf tíu í morgun og er alveg úthvíldur. Þetta er búið að vera frábært." Valgeir skemmti sér líka vel og sagði að það hefði
verið gott að gista á hótelinu: “Við þurftum hvort sem er að versla þannig að það er frábært að geta gist á hóteli líka," sagði Valgeir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024