Án atvinnuréttinda handteknir
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi tvo erlenda karlmenn sem voru að störfum sem leiðsögumenn en höfðu ekki atvinnuréttindi hér á landi. Hafði annar þeirra komið með 25 manna hóp hingað og hinn kvaðst hafa átt að vera honum til aðstoðar þar sem viðkomandi talaði ekki ensku.
Mönnunum svo sleppt að skýrslutöku lokinni.