Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 3. janúar 2001 kl. 09:50

Ammóníaksleki í Njarðvík

Í síðustu viku barst kvörtun til Brunavarna Suðurnesja um sterka ammóníakslykt í grennd við Brekkustíg í Njarðvík. Þegar að var gáð kom í ljós að lyktin kom frá Saltveri í Njarðvík en öryggisventill á kælikerfinu hafði bilað. Menn frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á vettvang og lokuðu fyrir lekann. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra BS var engin hætta á ferðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024