Fimmtudagur 12. júní 2014 kl. 09:54
				  
				Ammoníakskútur sprakk í Sandgerði
				
				
				
	Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út um fjögurleytið í nótt þegar ammoníakskútur sprakk í kofa í Sandgerði. Um tíu fermetra gat kom á vegg kofans en engan sakaði þar sem kofinn var mannlaus þegar sprengingin átti sér stað. Slökkviliðsmenn sóttu kútinn og tryggðu aðstæður á vettvangi.