Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Amfetamín í sokknum
Mánudagur 28. janúar 2013 kl. 11:04

Amfetamín í sokknum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tæplega þrítugan karlmann við fíkniefnaeftirlit á skemmtistöðum í umdæminu um helgina. Maðurinn reyndist vera með amfetamín í sokk sínum og var hann færður á lögreglustöð, þar sem hann gekkst við því að eiga efnið.

Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Þá afhenti borgari lögreglu plastpoka sem hafði að geyma meint kannabisefni. Pokann hafði hann fundið í polli skammt frá heimili sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024