Amerísk „klisja“ í Bláa lóninu
Útsending á bandaríska morgunþættinum Today Show á sjónvarpsstöðinni NBC tókst í alla staði vel.Þátturinn er sendur um alla austurströnd Bandaríkjanna kl. 7-9 á þarlendum tíma og fór útsendingin fram héðan kl. 11-13 að íslenskum tíma.Efni þáttarins var sannkölluð bandarísk „klisja“ og allt efni var mjög hefðbundið á íslenskan máta. Símaskráin með „dóttir“ og „son“ og svo mætti lengi telja.Fólk af Keflavíkurflugvelli var áberandi í þættinum en skólafólk úr Keflavík og Garði var fengið til að setja íslensk andlit í þáttinn.