Ályktun vegna heilbrigðismálsins
Aðalfundur Iðnsveinafélags Suðurnesja var haldinn 20.mars. Þar skorar félagið á Heilbrigðisráðherra og þingmenn Suðurkjördæmis að koma heilsugæslumálum Suðurnesjamanna í lag strax. „Það ástand sem skapast hefur á Suðurnesjum, að 17000 manna byggð skuli ekki hafa eðlilegan aðgang að heilsugæslu, er fullkomlega óviðunandi“, segir í ályktuninni.„Fundurinn bendir á að suðurnesjamenn greiða skatta til jafns við aðra landsmenn og hafa líka ennþá kosningarétt”